HVÍTVÍN

HÉRAÐ: Búrgund

HEITI:
Corton Charlemagne
Grand Cru

ÁRGANGUR: 2002

ÞRÚGA:Chardonnay

JARÐVEGUR : Kalk

UPPSKERA : 35 hektólítrar á hektara.

VÍNGERÐ: Gerjað og þroskað í eikartunnum með botnfalli í 16 mánuði.

STYRKLEIKI: 12,5%

HITASTIG : Berist fram við 15° C

Corton Charlemagne Grand Cru

Francois d’Allaines

SMÖKKUN : Fölgulur litur og þykkur.
Í nefi eru heslihnetur, ristuð eik, smjör, hunang og reykur ásamt sítrusávöxtum og peru. Í munni er vínið flókið með mikla fyllingu en um leið mjög fíngert. Steinefnin eru vel til staðar

Þetta er magnað vín frá einu besta hvítvínssvæða Búrgund.

Ath! 2002 er einn besti árgangur síðustu 50 ára fyrir hvítvín í Búrgund.
PASSAR MEÐ : Berið fram með humri eða hörpudiski, skötusel eða þorski með mildri sósu.

ÁTVR - 6 990 kr
Vörunúmer ÁTVR: 09397

www.vinekran.is - s:699 2100 - fax:564 2431