|
Pujol fjölskyldan hefur rekið La Rourède búgarðinn í Roussillon síðan 1785. Í dag rækta Jean Luc og Josianne PUJOL 65 hektara eingöngu lífrænt. Berin eru handtínd og mikil alúð lögð í víngerð og þroskun til að tryggja persónuleika vínsins og sérstöðu jarðvegsins.
|
|
François d’Allaines er víngerðarmaður í Búrgundí. Hann er af hinni nýju kynslóð "petits négociants" sem einbeita sér að því að framleiða eingöngu hágæðavín úr berjum sem þeir kaupa af völdum vínræktendum. Hvítvín úr Chardonnay þrúgunni eru sérgrein d'Allaines.
Vínkjallari hans er staðsettur í Demigny, skammt frá Beaune.
heimasíða Francois d'Allaines |
|
M. Chapoutier er vínhús sem er staðsett í Rhône-dalnum.
„Látum jarðveginn tala“ er aðalmottó Chapoutier. Fyrirtækið er með ekrur í Rhône dalnum en einnig í Ástralíu. Allar flöskur frá Chapoutier eru með blindraletri, bæði til að heiðra minningu Maurice Monier frá Sizeranne sem átti Hermitage, Sizeranne ekruna og setti fyrstur manna fram blindraletur en ekki síður til að aðstoðar blindum sem vilja njóta góðra vína.
heimasíða Chapoutier
|
|
heimasíða Frères Couillaud |
|
Guillemot er staðsett í Savigny-les- Beaune í Búrgundí. Fjölskyldan hefur í 6 kynslóðir framleitt vín úr Pinot noir þrúgu, Pinot blanc og Chardonnay sem einkenna Búrgundí. Domaine Pierre Guillemot hefur safnað verðlaunum og góðum umsögnum m.a. fyrir Savigny 1er cru Serpentières. Búgarðurinn er einungis 8 hektarar. Þetta er lítil fjölskylduframleiðsla þar sem vínið er sett á flöskur með "amour".
|
 |
Sérstaklega þekkt fyrir styrkt vín í hæsta gæðaflokki s.s Maury AOC sem þroskast eitt ár úti á belgjum, en Þessi framleiðandi hefur margt annað í boði t.d rauðvín og hvítvín. Áherslan er sett á mjög litla uppskeru til að fá kraft og karakter í vínið. Mas Amiel er staðsett í norður Roussillon héraði undir Corbière fjöllum.
|

|
Í Cognac héraði er fyrirtækið Louis Royer og framleiðir Koníak og líkjöra með Koníaki. Framleiðsla þeirra hafa þá sérstöðu að einungis er notað hreint koníak en ekki koníak blandað við alkóhól.
heimsíða Louis Royer
|
|
|
|
|