RAUÐVÍN

HÉRAÐ: Côtes du Rhône

HEITI: Côtes du Rhône AOC

ÁRGANGUR: 2009

ÞRÚGA :grenache 80%, syrah 20%


JARÐVEGUR: Blautur og grýttur.

UPPSKERA: 35 hektólítrar af hverjum hektara. Handtínsla við þroskum berja.

VÍNGERÐ: Í tanki til að viðhalda ávextinum.

STYRKLEIKI:13,5%

HITASTIG: 16°C til 20 °C

Côtes du Rhône Belleruche - 89/100

M. CHAPOUTIER

Côtes du Rhône vínekrurnar sem gefa Belleruche rauðvínið eru annarsvegar í Sablet og Séguret og hinsvegar í suðurhluta Ardèche. Jarðvegurinn er mjúkur með smágrjóti úr fyrrum farvegi Rhône-árinnar. Berin eru tínd með höndunum. , þau tekin af stilkunum og eru 15 daga í tanki. Vínið fær þannig góða byggingu, tannín og jafnvægi og því hægt að geyma vínið þónokkuð.

SMÖKKUN : Dökk-rúbínrautt á lit. Í nefi eru rauð ber (jarðarber, hindber). Í munni hefur það góða ávaxta fyllingu og milda tannín og og smá pipar sem gefur skerpu.

PASSAR MEÐ : Grilluðu lambakjöti, andabringum, léttari villibráð Miðjarðarhafspottréttum.

ÁTVR - 2 495 kr
Vörunúmer ÁTVR: 02546
Fríhöfnin - 1 799 kr

www.vinekran.is - s:699 2100 - fax:564 2431