forsíða | vínlisti | framleiðendur | fróðleikur | um Vínekruna | hafa samband


Styrkt vín

Styrkt vín eru mjúk léttvín sem eru um 15% að styrkleika og eru notuð í fordrykk, með forréttum s.s foie gras eða með eftirréttum úr ávöxtum eða súkkulaði.

Gerð þeirra er í byrjun sú sama og á léttvínum, berin eru pressuð og vínið látið liggja í hratinu í 2 daga upp í 3 vikur.
Sterku alkóhóli er þá bætt við og það stoppar gerjunina sem var farin af stað. Sykurinn breytist í alkohól en hluti ávaxtasykursins úr berjunum helst óbreyttur og gefur þessum vínum hina mjúku og sætu áferð.
Eftir því hve miklu er bætt í og hversu mikill sykur var í berjunum verða vínin annað hvort þurr, hálf-þurr, hálf-sæt eða sæt. Engu öðru er bætt í vínið.

Þá er vínið látið þroskast. Oftast er það í broached vats, large casks eða í 300 lítra tunnum. Stundum utandyra.
Liturinn breytist úr gullnu í gulbrúnan eða úr rúbínrauðu í múrsteinsrautt.
Ilmurinn og bragðið breytast mikið við þroskun.
Eftir nokkur ár við mikla fer vínið að líkjast madeira.

Gerð styrktra vína hófst í kringum 1300 þegar læknir í Montpellier blandaði brenndu víni saman við gerjað vín fyrir konunginn af Majorka sem bjó í næstu borg, Perpignan. Þetta þóttist takast vel og enn þann dag í dag er Roussillon héraðið þekktast fyrir þessa víngerð.
Styrkt vín ( Vin doux naturels) eru framleidd á sólríkum svæðum með þurrum og fátækum jarðveg. Mismunandi þrúgur eru notaðar s.s Grenache blanc, Grenache gris, Grenache noir, Malvoisie, muscat à petits grains og Muscat d'Alexandrie og Maccabeu.

 

Sum Styrkt vín eru ekki oxeruð svo að þau haldi ferskleika sínum.
Þau eru:

Muscat de Rivesaltes (hvítt)
Rivesaltes Grenat (rautt)
Banyuls Rimage (rautt)
Maury Récolte
Vintage (rautt)

Oxuð:
Rivesaltes Ambré
Tuilés
Rivesaltes
Maury
Banyuls og Banyuls G.Cru.

Styrktu vínin frá Roussillon; Rivesaltes, Banyuls og Maury eru ekki eins áfeng og púrtvín og passa því yfirleitt betur með mat. Þessi vín eru um 15% að styrkleika en púrtvín og sérrí nær 20%. Munurinn felst felst þó aðallega í gerð vínanna en notkun alkóhóls er mun meiri í púrtvínframleiðslu. Rivesaltes og Banyuls eru mjúk, ljúf og fíngerð með langt og þægilegt eftirbragð.
Berja-, sveskju- og rúsínubragð vínanna smellpassar með bestu súkkulaðieftirréttum, konfekti, villibráð, ostum eða gæsalifur. Þau eru kölluð Náttúrulega Sæt Vín (Vin Doux Naturels) því partur af sykrinum í vínberjunum breytist ekki í alkóhól og gerir vínin silkimjúk en ekki of sæt.

Geymsla á styrktu víni
Þroskun í flöskunum er mjög lítil. Vínið verður aðeins mýkra með tímanum en engin veruleg breyting verður á bragðinu. Þannig er lítil ástæða til þess að geyma vínið. Eftir opnun má geyma flöskuna með korktappa við stofuhita á dimmum stað í nokkrar vikur.
Best er að drekka styrkt vín þegar þau eru við 11-16°C.

 


  www.vinekran.is - s: 6992100 - fax: 564 2431