Roussillon
Franska Katalónía
Þetta er sólríkasta og þurrasta vínhérað Frakklands. Það snýr að Miðjarðarhafinu norðan Pýreneafjalla.
Roussillon er eitt elsta vínsvæði Frakklands , á 7. öld hófu Grikkir vínrækt í hlíðum Canigou fjallsins sem þeir töldu vera hæsta fjall heims. Héraðið er þekktast fyrir styrktu vínin- Vin doux naturel- sem voru á borðum við helstu hirðir Evrópu í gegnum aldirnar.
Jarðvegur í Roussillon einkennist af stöllum með leir og malarjarðvegi (granít og kalk)
Vínviðurinn vex oftast án stuðnings í þessum fátæka jarðvegi og umlukinn þurru, heitu og vindasömu loftslagi. Uppskeran verður því ekki mikil en ríkuleg að gæðum.
Framleiðendur í Roussillon eru frekar íhaldssamir - lítið er um vélanotkun og þeir halda í hefðbundnar þrúgur. Sums staðar , t.d í Banyuls, er allt unnið í höndunum. Ræktunin er í stöllum vegna þess hversu mikill halli er á brekkunum, hann getur verið allt að 45%.
Þar komast engar vélar að. Hver vínviðarplanta á þessum slóðum gefur ca 1 glas af víni.
Auk styrktu vínanna eru þarna gerð góð rauðvín, þar er t.d að finna AOC vínin Côtes du Roussillon, Côtes du Roussillon Villages og Collioure. Í dag hafa um 2/3 hlutar af vínekrum Roussillon upprunavottorð. Fjölskyldufyrirtæki sjá um ræktunina og það eru um 4500 víngerðarhús flest lítil fyrirtæki með að meðaltali um 9 hektara.
LANDFRÆÐILEG STAÐSETNING
Roussillon héraðið er í austurhluta Pyrénées-Orientales sýslunnar í Frakklandi (með sýslumannssetur í Perpignan ). Héraðið liggur í skeifu líkt og gömlu hringleikahúsin og opnast til Miðjarðarhafsins í austri. Það er umkringt þrem fjallgörðum; Corbières í norðri, Pýreneafjöllin með fjallið Canigou í vestri, og Albères fjöllin í suðri.
Um sléttuna falla þrjár ár sem nefnast Agly, Têt og Tech.
Roussillon héraðið nýtur góðs af sérstaklega mildu Miðjarðarhafsloftslagi. Með yfir 2500 sólskinsstundir árlega hefur Pyrénées-Orientales í raun þurrasta og sólríkasta veðurfar Frakklands.
Þurrka og rigningatímabil skiptast reglubundið á en úrkoman er lítil Vindar, sérstaklega la tramontane, norðanvindurinn, blása oft á tíðum og stuðla að varðveislu heilnæms andrúmslofts.
GÖMUL HEFÐ
Hér er vínviðurinn ævaforn og landið er blessað af guðunum. Fyrstu ummerki um ræktun vínviðar og verslum með vín nær aftur til grísku fornaldarinnar. Vín frá Roussillon verða vinsæl strax á miðöldum en á mótsagnakenndan hátt, á virkilegur vöxtur vínhéraðsins sér stað milli 1741 og 1882, það er á seinustu árum þessa tímabils sem það er að hluta eytt af völdum vínlúsar (phylloxéra).
Eftir stormasama leið, mikið strit, blóðugar uppreisnir og harkalegar deilur koma gæðin smátt og smátt í staðinn fyrir magnið.
Þessari hugrökku stefnu var umbunað með því að fá AOC viðurkenningu (Appellation d'Origine Controlée) fyrir Rivesaltes, Banyuls og Maury árið 1936, fyrir Muscat de Rivesaltes árið 1956, Banyuls Grand Cru árið 1962, Collioure árið 1971 og fyrir Côtes du Roussillon og Côtes du Roussillon Villages árið 1977.
Þetta kemur ekki í veg fyrir að vínræktendur halda áfram viðleitni sinni til að finna „fullkomleika" og vínin batna með hverju ári .
ARFLEIFÐ FRÁ FORN-GRIKKJUM
Vínhéraðið Roussillon á rætur sínar að rekja alveg aftur til 7.aldar fyrir Krist. Á þessum tíma stunduðu grískir sæfarar frá Korintu árangursríka verslun með járn. Það voru þeir sem, með því að koma sér fyrir í aðlaðandi vogum á Côte Vermeille -ströndinni, komu með vínrækt og list úr menningu sinni.
Það var með komu Rómverja að vín og ólífuræktun eflist í Narbonnaise , eitt fjögurra héraða rómversku Gallíu sem lengi verður tilvalinn staður til verslunar með vín. Þessi útflutningur sem varði langt fram á miðaldir kom til vegna messuforms hinna kristnu helgisiða sem bauð „vín sem gleður hjarta mannsins” sem fórn. Í það var þá gjarnan bætt hunangi, kryddum og jurtum í því skyni að gera 'nektar', (sem er grískt orð og merkir guðaveigar), sem katalónskir trúbadorar sungu um í ríkum mæli. Á fyrstu þúsund árunum eftir Krist fengust hin göfugu vín Roussillon með passerillage a , með ofþroskun eða með því að bæta við hunangi.
En um 1300 finnur Arnau de Vilanova, frægur læknir og upplýstur fræðimaður frá konungsríkinu Majorka, upp undraverða blöndu sem var samspil af vínberjalíkjör og brenndu víni úr vínberjum (eau-de-vie).
Þannig fæðist líkjörs-vín sem var forveri styrktra vína (Vin Doux Naturel.) Aðferðin breiðist fljótt út og orðstír vínanna fer út fyrir landamæri konungsríkisins.
a) Passerillage byggist á því að klemma eða beygja stilkinn á þrúgunni fyrir tínslu. Með því að stoppa þannig streymi safans er stuðlað að ótímabærri þornun berjanna og þannig eykst sykurmagn þeirra
VÖXTUR ÚTFLUTNINGS
Þegar á 13.öld, beinist verslun vína frá Roussillon til Katalóníu í suðri en einnig til Ítalíu í austri, Frakklands og Flæmingjalands í norðri.
Alveg þar til Roussillon sameinast Frakklandi árið 1659 skekst héraðið í linnulausum stríðum sem eiga sér stað milli konungsdæmisins Majorka (1276-1344) og Aragon og síðar milli Frakklands og Spánar. Þessir tímar virðast ekki hafa hjálpað velgengni vínræktunar í Roussillon. Þrátt fyrir það verða vínin þekktari. Sætu vínin frá Roussillon voru einu vínin sem flutt voru til höfuðborgarinnar. Þau þola ferðina betur en önnur, bragð þeirra er einstakt og hátt verð þeirra vóg upp á móti flutningskostnaði. Á sautjándu öld (1680) var Midi-skurðurinn gerður, hann tengdi Miðjarðarhafið við Atlantshafið og gerði vínum Roussillon, sem mikið var til af, kleift að sækja á nýja markaði þar sem þau lenda í samkeppni við vín frá Bordeaux.
Skortur og hátt verð á hefðbundnum vínum vegna ”vetursins langa ” árið 1709- neyddu til neyslu á vínum frá Miðjarðarhafssvæðinu. Gjöld innanlands voru meira að segja afnumin oftar en einu sinni á öldinni, svo mikil var eftirspurnin og verðið hátt.
TAUMLAUS STÆKKUN VÍNRÆKTUNAR
Milli 1820 , árið sem jarðabókin var gerð, og 1880 fara vínekrurnar úr 38.000 í nærri 80.000 hektara þrátt fyrir tilkomu oïdium -sveppsins árið 1850 sem fljótt var haldið aftur af með því að úða brennisteini.
Frá 1882 eyðilagði vínlúsin að hluta vínekrurnar. Þetta var seinna miðað við annarsstaðar í Frakklandi og þannig ekki eins sviplegt en jafn eyðileggjandi. Nýr vínviður sem græddur var á græðlinga frá Ameríku kom til og hægt og rólega endurfæðist vínhéraðið.
Tilkoma járnbrautarinnar veldur mikilli eftirspurn eftir léttum og góðum vínum ætluðum til blöndunar með vínum frá Norður Afríku. Þeim er dreift til stórra borga í þenslu þar sem myndast fjölmenn stétt fólks sem neytir miklu af því víni sem seinna fær heitið „vin de table“ eða borðvín.
Fljótlega flæðir yfir héraðið ofsafengin endurplöntun sem ekki hafði sést áður og hún er hraðari vegna vélvæðingarinnar (árið 1906, réttum tuttugu árum seinna nær það 65 þús hekturum) en hún ýtir undir notkun á gæðalitlum þrúgum sem gefa mikla uppskeru og létt og bragðlaus vín.
TÍMI VIÐURKENNINGAR
Árið 1930 markar upphaf viðleitna við að flokka rauðvín, léttvín og rósavín með stofnun fag-samtaka víngerðarmanna í Haut-Roussillon.
VDQS Kerfið (V ins délimités de qualité supérieure eða „ vín frá hágæða svæðum? ) og AOC kerfið er smám saman sett álaggirnar af INAO (Stofnun sem staðfestir uppruna vína) , sem stofnað var 1936.
Frá 1936 eru styrktu vínin (Vin Doux Naturel) þau fyrstu sem njóta uppruna-kerfisins (AOC). Upprunasvæðin Banyuls og Maury eru flokkuð og vernduð árið 1936 og hafa nærri því ekkert breyst síðan þá.
Sama ár er heitið Rivasaltes búið til. Árið 1956 skýrist staðan á mismunandi heitum Muscat-vína (Muscat de Banyuls, Muscat Maury og Muscat des Côtes d'Agly) þegar heitið Muscat de Rivesaltes er tekið upp.
Á sjötta áratugnum er boðuð stefna til að efla gæði og sameiningu, þar af leiðandi var A.O.V.D.Q.S. Côtes du Roussillon stofnað 3.október 1972.
Framleiðsla hinni þriggja gömlu V.D.Q.S. sem sveiflaðist milli 600 og 800.000 hektólítra verða samkvæmt tilskipun aðeins 250.000 hektólítrar í Côtes du Roussillon.
Árið 1977 fá Côtes du Roussillon og Côtes du Roussillon Villages sína viðurkenningu með því að komast í AOC. Síðan þá hafa vínin stöðugt batnað og styrkt gæðastaðal sinn.
VÍNHÉRAÐIÐ ROUSSILLON
Pyrénées-Orientales er í níunda sæti framleiðslusvæða Frakklands með 2% af magni landsframleiðslu. Þar eru 80% styrktra vína í Frakklandi framleidd. Í Roussillon eru gerð léttvín og styrkt vín. Vín frá Roussillon, með 13 AOC – staðaheiti úr 15 mismunandi þrúgum eru fjölbreytt og hvert þeirra lætur í ljósi sérkenni sem eru eignuð því einu.
Léttvín með staðaheiti (AOC) eru:
Collioure (hvítvín, rauðvín og rósavín)
Côtes du Roussillon (hvítvín, rósavín og rauðvín) við það bætist Le Côtes du Roussillon les Aspres (einungis rauðvín).
Côtes du Roussillon Villages (rauðvín) Við þau bætast fjögur sérstök vín sem eru einkennd með nafni þorpsins:
Côtes du Roussillon Villages Caramany
Côtes du Roussillon Villages Latour de France
Côtes du Roussillon Villages Lesquerde
Côtes du Roussillon Villages Tautavel
Styrkt vín með staðaheiti eru:
Rivesaltes (ambré [gulbrúnt], rautt, tuilé [múrsteinsrautt] og hors d'âge [án aldurs])
Maury (aðallega rautt og tuilé)
Banyuls (hvítt, rosé, ambré , rouge, tuilé)
Banyuls Grand Cru (tuilé)
Muscat de Rivesaltes (hvítt)
|