forsíða | vínlisti | framleiðendur | fróðleikur | um Vínekruna | hafa samband
 

Lífræn ræktun vínviðar

Þegar lífræn ræktun skiptir máli

 

Öll vín frá Jean Luc Pujol, vínbónda í Roussillon í Frakklandi eru lífræn ræktuð en hvað er lífræn ræktun?

Í því felst að vottorð eru gefin út af viðurkenndum stofnunum sem tryggja að viðkomandi framleiðandi virðir evrópskar reglur um lífræna ræktun. Skýrt merki er á flöskunni ef vín er lífrænt með nafni eða merki stofnunarinnar.

Í hefðbundinni vínrækt er allt leyft nema það sem er bannað en í lífrænni ræktun er allt bannað nema það sem leyfilegt er. Vínbóndanum eru því settar þrengri skorður þar sem listinn yfir aðferðir og leyfileg efni er frekar stuttur.
Til þess að hægt sé að rækta lifrænt verður umhverfið að spila með og því er lífræn vínræktun víða ekki heppileg. Loftslagið sjálft verður að tryggja góð ræktunarskilirði. Roussillon eða franska Katalónía eins og hún er lika kölluð er frábært svæði að því leyti. Það er heitasta, þurrasta og sólríkasta vínhérað Frakklands. Mygla og aðrar bakteríur sem gera árás á plöntur og þrúgur myndast aðallega í loftslagi sem er rakt eða ekki í jafnvægi.

Pujol notar eingöngu hreinan brennistein og koparblöndu (Bouillie Bordelaise) sem eru eingöngu framleiddar úr náttúrulegum efnum. Þessi efni eru oft framleidd með kemísk efni fyrir þá sem ekki stunda lífræna ræktun.

En hvaða áhrif hefur lífræn ræktun á vínekruna og plönturnar?

Hún tryggir að jarðvegurinn verðuri ekki mengaður og að náttúrulegt umhverfi plantnanna sé í góðu jafnvagi. Það er aðalatriði að halda ekrunni og jarðveginum eins hreinum og upprunalegum og hægt er. Þau eru “Patrimoine”
Vínbóndi með lífræna ræktun vinnur mun meira á ekrunum. Til þess að losna við illgresi á réttum tíma þarf hann fyrst að slá og plægja allt að 8 sinnum á ári. Þannig verður því meira loft í jarðveginum og ræturna vilja þannig fara lengra niður og draga því meiri næringarefni úr jarðveginum í þrúgurnar. Þrúgurnar verða líka færri þannig að jarðefnin verða ekki eins dreifð því verða þrúgurnar með þéttara innihald og vínin verða flóknari.

Í lífrænni ræktun verða plönturnar miklu eldri en í hefbundinni vínrækt. Þrúgurnar verða færri en betri með tímanum og henta því betur víngerðar. Hár aldur vínviðar gerir að greinarnar geta verið viðkvæmari og því ekki er heppilegt að nálgast plönturnar of mikið með vélum og því er mannshöndin notuð meira.

Uppskerutíminn hjá Pujol stendur í tæplega tvo mánuði frá ca. 15. ágúst til ca. 15 október. Hún er eingöngu handgerð til þess að flokka þrúgurnar við týnslu en ekki eftir á þannig að eingöngu heilbrigðar og góðar þrúgur komast í kjallarann.
Með því að vera eingöngu með tínslufólk er möguleiki að skipuleggja mun betur uppskeruna og tína á fleiri en einna ekru í einu. Sumar þrúgur þroskast á undan öðrum, það fer eftir tegundunum og sama þrúga þroskast heldur ekki eins alls staðar þannig að bóndinn sem þekkir hvern einasta skika jarðarinnar. Hann hefur lært það frá fyrri kynslóðum og þetta er ómetanlegt, að þekkja ekrunar sínar er upprunalegi vinnan bóndans. Hann verður að fylgjast mjög námkvæmlega með þroskuninni, hlaupa á milli ekra og taka réttar ákvarðanir.

Það má ekki gleyma að 80% gæðum vínsins myndast á ekrunni og 20% í kjallaranum, þess vegna ætti alltaf að velja vín frá framleiðanda sem ber ábyrgð á ræktuninni.

Lífræn ræktun og við :
Þar sem við drekkum þessar afurðir, langar okkur ekki beint að fá í okkur eitur, áburð, súlfit í miklu magni.

Það er það lika sem tryggir að áhættan að fá hausverk er mjög litil. Með vínið frá Pujol eins og fleiri vel gerð lifræn ræktuð vín er á endanum engin eiturefni í víninu. Hann notar 3. sinnum minna súlfið en margir aðrir gera til að láta vínið ferðast “betur” en það getur verið heldur slæmt fyrir hausinn.

Eins og kínverskri læknafræði :
Í lífrænni ræktun passar bóndinn að vínviðurinn veikist ekki (forlækning) en í hefbundinni vínræktun lækna menn veikar plöntur eða þrúgur.

Vínið er náttúruleg afurð, ekki bara gerjaður vínberjasafi. Vínið er tugir ára lífstími vínviðar, ár svita, blóðs og áhyggjur vínbóndans, reynsla tuga fjölskyldukynslóða og hundruð ára gamlar hefðir. Það er allt þetta sem við drekkum


  www.vinekran.is - s:699 2100 fax: 564 2431